Lokaáfangi við frágang nýja hafnarsvæðisins við Háabakka er smíði á trébryggju milli nýja bakkans og Óseyrarbryggju. Búið er að reka niður tréstaura í undirstöður en frágangur á bryggjudekki verður unnin í sumar. Staurarnir koma úr gömlu olíubryggjunni í Hvalfirði.
Á fundi hafnarstjórnar þann 19. maí voru kynnt tilboð í smíði trébryggjunnar, en þrjú tilboð bárust í verkið. Lægsta tilboðið kom frá Bryggjuverki ehf samtals að fjárhæð 20.633.800 kr. en kostnaðaráætlun hljóðaði uppá 22.400.000 kr.
Stefnt er a því að frekari framkvæmdir við trébryggjuna og frágang við veituhús verði lokið fyrir lok ágústmánaðar. Verkframkvæmdum við þekju og frágang við hinn nýja Háabakka er nú að verða lokið en það er fyrirtækið Hagtak ehf. sem annaðist þær framkvæmdir og sá einnig um að reka niður staurana fyrir trébryggjuna.