Gjaldskráin gildir frá 1. janúar 2024
Við ákvörðun hafnagjalda, sem taka mið af stærð skipa, skal miða við brúttótonnatölu (BT) skipa samkvæmt alþjóðlegu mælibréfi, sem gefið er út eftir ákvæðum alþjóðasamþykktar um mælingu skipa frá 1969. Af öllum skipum skal greiða hafnargjöld til hafnarsjóðs ef þau koma inn fyrir takmörk hafnarinnar og / eða njóta þjónustu hennar.
Af öllum skipum skal greiða lestargjald, kr. 20,6 á mælieiningu.
Af öllum skipum sem leggjast að bryggju eða hafnarbakka skal greiða bryggjugjald, kr. 11,6 á BT, fyrir hvern byrjaðan sólarhring.
Bátar allt að 20 BT greiða kr. 14.455,- á mánuði.
Bátar 21 til 50 BT greiða kr. 22.710,- á mánuði.
Bátar 51 til 100 BT greiða kr. 35.790,- á mánuði.
Bátar við flotbryggjur:
- fyrir bát allt að 10 metra greiðast kr. 18.614,- á mánuði.
- fyrir bát lengri en 10 metra greiðast kr. 27.280 ,- á mánuði.
- ef bás er leigður allt árið og leiga greidd fyrirfram er greidd 9 mánaða leiga.
Uppistöðugald fyrir báta, sem geymdir eru á hafnarsvæðinu, er kr. 5.980,- á mánuði.
Fyrir báta á lokuðu svæði við Hvaleyrarlón, kr. 9.000- á mánuði.
Fyrir aðstöðu á þrifa og viðgerðarsvæðum við Flensborgarhöfn og við skipalyftu í Suðurhöfn. Lágmarksgjald er fyrir 5 daga kr. 15.000-. Daggjald umfram 5 daga kr. 3.500-.
Heimilt er að fimmfalda bryggjugjald á skip og báta sem liggja lengi við bryggju og hafa verið án haffærisskírteinis í a.m.k. 6 mánuði.
Heimilt er að þrefalda bryggjugjöld á skip og báta sem liggja langtímaviðlegu vegna annarrar starfsemi en útgerðar.
Gjald fyrir legu gestaskútu við flotbryggju skal vera kr. 17.000- fyrir hverja byrjaða viku. Fyrir styttri viðdvöl er gjaldið kr. 33.300- fyrir hvern dag.
Fyrir hafnleguvottorð skal greiða kr. 3.430-
Bátar að 9 m. að lengd kr. 15.980 hver lyfta.
Bátar 9 m. - 12 m. að lengd kr. 21.100 hver lyfta.
Bátar lengri enn 12 m. að lengd kr. 26.213 hver lyfta.
Vörugjöld skal greiða af öllum vörum, sem fluttar eru úr skipi á land eða úr landi í skip eða úr einu skipi í annað, innan takmarka hafnarinnar, en þó með undantekningum, sem getið verður um síðar.
Fyrir vöru, sem samkvæmt farmskrá skips er ákveðin til annarrar hafnar (erlendra eða innlendrar) en er látin á land um stundarsakir, skulu aðeins greidd vörugjöld þegar varan eru flutt í land.
Ekki eru reiknuð vörugjöld af vöru sem lögð er á land tímabundið vegna óhapps eða viðgerða skips.
Vörugjöld eru reiknuð miðað við heildarþyngd vöru eða heildarverðmæti afla, samanber skýringar með einsökum gjaldflokkum.
Fara skal eftir farmskrá og aflaskýrslu við útreikning vörugjalda.
Skipstjóri eða umboðsmaður hans skal skila farmskrá til Hafnarfjarðarhafnar.
1. flokkur: kr. 439 pr. tonn.
Heilfarmar af lausu efni, sem losað er eða lestað með færiböndum, krönum, ámokstursvélum eða með dælingu svo sem kol, korn, salt, jarðefni, kísilgúr, þörungamjöl, sement, áburður, koks, gifs og úrgangur, sem fluttur er til endurvinnslu, ásamt sambærilegum farmi.
2. flokkur: kr. 524 pr. tonn.
Heilfarmar af vökva sem dælt er í land eða um borð í skip, svo sem bensín, brennsluolíur og lýsi. Heilfarmar af fiskimjöli.
3. flokkur: kr. 890 pr. tonn.
Þungavarningur til byggingaframkvæmda, svo sem steupustyrktarjárn, stálbitar, húshlutar, byggingareiningar, rör, gifsplötur, rafmagnsstrengir, málmklæðningar og einangrun. Hráefni til iðnaðar. Óunnir málmar og timbur. Veiðarfæri, og smurningsolíur. Landbúnaðarafurðir, sjávarafurðir og matvara, þar með taldar drykkjarvörur.
4. flokkur: kr. 1.050pr. tonn.
Aðrar vörur en þær sem tilgreindar eru í 1. 2. 3. og 5. flokki.
5. flokkur: Aflagjald 1,27% af aflaverðmæti.
Gjald af frystum afla veiðiskipa reiknast 0,70 % af heildaraflaverðmæti, samkvæmt ákvæðum hafnalaga nr. 61/2003 og breytingum þeirra nr. 88/2010.
Sjávarafli lagður á land eða í skip á hafnarsvæðinu til vinnslu eða brottflutnings, þ.m.t. fiskur og seiði úr eldiskvíum. Gjaldið reiknast af heildarverðmæti aflans.
Kaupanda aflans ber að að afhenda hafnarstjóra skýrslu um keyptan afla að minnsta kosti mánaðarlega, t.d. afrit af aflaskýrslu til Fiskistofu. Aflagjaldið fellur í gjalddaga um leið og afla er landað. Kaupandi aflans innheimtir gjaldið hjá seljanda og er ábyrgur fyrir því til hafnarsjóðs, þó hann vanræki innheimtu þess.
Vinnutími hafnarstarfsmanna og útköll utan dagvinnutíma.
Dagvinna hafnarstarfsmanna er frá kl 07:30 til 16:00 alla virka daga ársins. Tímavinna og útköll greiðist þegar þeirra vinnu er óskað. Tímagjaldið fyrir almenn störf hafnarstarfsmanns er kr. 6.045,- á klst. í dagvinnu og kr. 9.342,- fyrir yfirvinnutíma. Tímagjald fyrir sértæk störf s.s. endurvigtun, vaktþjónustu og öryggisgæslu er kr. 9.012,- á klst. í dagvinnu og kr. 13.188,- fyrir yfirvinnutíma. Útkall reiknast minnst 4 klst og ef fleiri en einn viðskiptavinur nýtur þjónustu í sama útkalli skiptist kostnaðurinn milli aðila í hlutfalli við veitta þjónustu. Á stórhátíðardögum leggst 25% álag ofan á tímagjald í yfirvinnu.
Hafnsaga:
Farmskip og togarar, aðrir en togarar með heimahöfn í Hafnarfirði, skulu hlíta hafnsöguskyldu við komu og brottför til Hafnarfjarðarhafnar. Undanþága er veitt frá hafnsöguskyldu í vissum tilfellum, samkvæmt hafnarreglugerð um Hafnarfjarðarhöfn.
Fyrir leiðsögu inn og út af hafnarsvæði Hafnarfjarðarhafnar skal greitt kr. 11.106- fyrir hvert skip. Auk þess skal greiða kr. 16,2 pr. BT.
Hafnsögugjaldið er fyrir leiðsögu bæði inn og út af hafnarsvæðinu. Lágmarksgjald samkvæmt þessum liðum er kr. 42.622-.
Fyrir leiðsögu og þjónustu innan hafnar skal greitt hálft hafnsögugjald.
Ef skipstjóri skips hefur hafnsöguréttindi, samkvæmt ákvörðun hafnarstjóra og hafnsögumaður fer ekki um borð, er greitt hafnsögugjald.
Hafnarbátar:
Kr. 14,2 pr. brúttótonn pr. klst.
Lágmarksgjald á klst fyrir HB Þrótt er kr. 62.186,-
Lágmarksgjald á klst fyrir HB Hamar er kr. 86.051,-
Hámarksgjald á klst fyrir hafnarbáta er kr. 411.414,-
Festarþjónusta:
Festargjald fyrir hvern mann í dagvinnu er kr. 16.378,-
Festargjald fyrir hvern mann í yfirvinnu er kr. 23.786,- Á stórhátíðardögum leggst 25% álag ofan á festargjald í yfirvinnu.
Frestist brottför eða færsla skips um meira en 30 mínútur frá uppgefnum tíma án þess að tilkynning hafi borist til hafnsögumanns minnst 1 tíma áður, er heimilt að innheimta fullt festargjald pr. hvern festarmann.
Vigtar- og skráningarþjónusta:
Vigtun pr. tonn, kr. 477,-
Lágmarksgjald á bílavog á dagvinnutíma kr. 2.844- pr. vigtun.
Lágmarksgjald á bílavog utan dagvinnutíma kr. 3.875,- pr vigtun
Lágmarksgjald á pallvogir á dagvinnutíma, kr 1.429,- pr vigtun.
Lágmarksgjald á pallvogir utan dagvinnutíma, kr 2.003 pr. vigtun.
Yfirvinna vegna vigtunar á bryggjum eftir dagvinnutíma, 8.141- kr á klst
Útkall til vigtunar utan dagvinnutíma, lágmark 4 klst, 8.141,- kr á klst
Fyrir skráningar í lóðsinn (án vigtunar) greiðast kr 4.132,- pr. löndun.
Yfirvinna og útköll greiðast sérstaklega.
Farþegagjald:
Farþegagjald af hverjum farþega ferðaþjónustubáta og skemmtiferðaskipa er kr. 245,- Skipstjórar, umboðsmenn eða eigandi farþegaskips skal afhenda hafnarskrifstofu upplýsingar um farþegafjölda til innheimtu gjaldsins.
Siglingavernd:
Við komu skipa sem falla udnir ákvæði laga um siglingavernd nr. 50/2004, ber að greiða eftirtalin gjöld:
Fyrir skipavernd kr. 62.122,- pr. komu skips.
Fyrir farmvernd 20% álag á vörugjöld.
Fyrir farþegavernd kr. 303,- pr. farþega.
Fyrir umbeðna vaktþjónustu við skip skal greiða kr. 9.012,- á klst á dagvinnutíma og kr. 13.188,- á yfirvinnutíma, eða samkvæmt reikningi frá utanaðkomandi þjónustufyrirtæki, með 15 % álagi.
Reglur Hafnarfjarðarhafnar vegna úrgangs, skólps, mengandi efna og farmleifa frá skipum:
1. gr.
Óheimilt er að losa skólp frá skipum og óvinnsluhæfan rekstrarúrgang innan tólf sjómílna frá landi. Heimilt er að losa skólp, sem hefur verið meðhöndlað í hreinsikerfi samþykktu af Samgöngustofu eða sambærilegu stjórnvaldi annars ríkis, utan fjögurra sjómílna frá landi. Samkvæmt sömu lögum er óheimilt að losa mengandi efni, frá skipum í mengunarlögsögu Íslands. Skipstjóri ber ábyrgð á því að úrgangi frá skipi sé skilað til hafnar eða viðurkennds þjónustuaðila áður en látið er úr höfn.
Skipstjóri skips sem hefur viðkomu í höfn skal tryggja að farmleifar séu afhentar í þar til gerðri aðstöðu hafnarinnar fyrir móttöku úrgangs og farmleifa.
Samkvæmt lögum nr. 33 frá 2004 um varnir gegn mengun hafs og stranda er óheimilt að losa sorp og farmleifar frá skipum á hafsvæði innan tólf sjómílna frá grunnlínu landhelginnar. Óheimilt er að losa í hafið þrávirk gerviefni sem fljóta eða mara í hafinu.
2. gr.
Öll skip, að undanskildum fiskiskipum, skemmtibátum sem ekki mega flytja fleiri en 12 farþega, herskipum, hjálparskipum í flota, skipum sem þjónusta fiskeldi og skipum í ríkiseign eða ríkisrekstri sem nýtt eru í þágu hins opinbera, sem koma til hafnar skulu greiða gjald fyrir móttöku og meðhöndlun á úrgangi frá skipum, sbr. f-lið 1. tl.2. mgr. 17. gr. hafnalaga, nr. 61/2003. Umhverfisstofnun getur veitt undanþágu frá skyldu um afhendingu úrgangs í viðkomandi höfn fyrir skip í áætlunarsiglingum sem hafa reglulega viðkomu í höfnum og sýna fram á trygga afhendingu úrgangs og greiðslu gjalda í einhverri höfn á siglingaleiðinni.
Gjald skv. 1. mgr. má lækka ef umhverfisstjórnun, hönnun, búnaður og starfræksla skips er með þeim hætti að skipstjóri geti sýnt fram á að minni úrgangur verði til um borð.
3. gr.
Skipstjóri skips, sem er á leið til hafnar en er hvorki fiskiskip né skemmtibátur sem ekki má flytja fleiri en 12 farþega, ber ábyrgð á að tilkynning um úrgang og farmleifar í skipum, sbr. viðauka II við reglugerð nr. 1200/2014 um móttöku á úrgangi frá skipum, sé fyllt út með réttum upplýsingum og komið til viðkomandi hafnaryfirvalda:
a. með 24 klukkustunda fyrirvara áður en komið er til hafnar ef viðkomuhöfn er þekkt; eða b. um leið og viðkomuhöfn er ákveðin ef 24 klukkustunda fyrirvari næst ekki; eða
c. áður en lagt er úr fyrri höfn ef sjóferðin er skemmri en 24 klukkustundir.
Útfyllt tilkynning um úrgang og farmleifar í skipum skal geymd um borð í skipi þar til komið er til viðkomuhafnar. Umhverfisstofnun er heimilt að veita undanþágu frá skilum tilkynningar fyrir skip í áætlunarsiglingum sem hafa tíða og reglulega viðkomu í höfnum og geta sýnt fram á trygga afhendingu úrgangs og greiðslu gjalda í einhverri höfn á siglingaleiðinni. Skylda til að skila tilkynningu skv. 1. mgr. á ekki við um herskip, hjálparskip í flota eða önnur skip í ríkiseign eða ríkisrekstri sem um stundarsakir eru nýtt í þágu hins opinbera til annars en viðskipta.
4. gr.
Skv. 9. tl. hafnalaga nr. 61 frá 2003 leggja hafnir á sorpgjöld sem skulu standa straum af kostnaði við sorphirðu frá skipum og fyrirtækjum á hafnarsvæði, sem og eyðingu sorpsins. Skv. 1. tl. 2. mgr. 17. greinar sömu laga er skylt að leggja á gjald fyrir móttöku, meðhöndlun og förgun úrgangs og farmleifa frá skipum. Sú gjaldtökuskylda tekur til allra skipa sem koma til hafnar, að undanskildum fiskiskipum, skemmtibátum sem ekki mega flytja fleiri en 12 farþega, herskipum, hjálparskipum í flota, skipum sem þjónusta fiskeldi og skipum í ríkisrekstri sem nýtt eru í þágu hins opinbera, sbr. 11. gr. og 11. gr. a – 11. gr. d. laga um varnir gegn mengun hafs og stranda, nr. 33/2004. Skylt er að innheimta gjald samkvæmt þessum tölulið. Gjald fyrir móttöku, meðhöndlun og förgun úrgangs skal standa undir kostnaði við aðstöðu fyrir móttöku úrgangs frá skipum, kostnaði við meðhöndlun og förgun úrgangs frá skipum sem og kostnaði við eftirlit Umhverfisstofnunar.
5. gr.
Skipstjóri eða eigandi skips sem óskar eftir að láta á land sorp, farmleifa, olíuleifar eða mengandi efni, skal óska eftir aðstoð viðurkennds þjónustuaðila, sem höfnin hefur samþykkt að annist móttöku og förgun á ofangreindum úrgangi frá skipum á hafnarsvæði hafnarinnar. Skipstjóri, eigandi skips eða þjónustuaðili skal undantekningarlaust skila útfylltu eyðublaði til hafnarinnar um magn og tegund þess úrgangs sem skilað er á land. Skip sem falla utan gr. 11 c. í lögum um varnir gegn mengun hafs og stranda nr. 33 frá 2004 skulu greiða þjónustuaðila kostnað vegna móttöku og förgun á úrgangi. Annist höfn móttöku og förgun á almennum úrgangi skal gjald greitt fyrir þjónustuna samkvæmt grein þessari fyrir hvern rúmmetra eða þyngd úrgangs. Annist höfnin móttöku á spilliefnum eða sérstökum úrgangi sem hefur í för með sér kostnaðar umfram förgun á almennu sorpi greiðir viðkomandi aðili þann kostnað sem til fellur.
Úrgangs- og förgunargjöld
Öll skip sem falla undir grein 11 c í lögum um varnir gegn mengun hafs og stranda nr. 33 frá 2004 skulu greiða eftirfarandi vegna úrgangs:
A: Úrgangsgjald: Við komu skips til hafna skal skip greiða 0,61 kr. á brt. Gjald þetta er til þess að standa undir eftirliti og umsýslu hafnar vegna móttöku á sorpi. Lágmarksgjal samkvæmt þessum lið er kr. 8.910,- og hámarksgjald kr. 45.955,-.
B: Úrgangsgjald: Gjald skv. staflið a. má lækka ef umhverfisstjórnun, hönnun, búnaður og starfræksla skips er með þeim hætti að skipstjóri geti sýnt fram á að minni úrgangur verði til um borð. Fast gjald verður þá 0,48 kr. á brt. Lágmarksgjald samkvæmt þessum lið er kr. 9.132,- og hámarksgjald kr. 22.977,-
C: Úrgangsgjald: Skip og bátar sem koma oftar en fjórum sinnum til hafnar á almanaksárinu greiða samkvæmt b. lið fyrir fimmtu komu og komur eftir það.
D: Úrgangsgjald: Skip og bátar sem eru undir 60 metra að lengd, eru ekki hafnsöguskyld og hafa varanlega viðveru í höfnum Hafnarfjarðarhafnar skulu greiða fast mánaðargjald vegna eftirlits og umsýslu hafnar vegna móttöku á sorpi. Mánaðargjaldið skal vera kr. 9.132,- á mánuði.
E: Förgunargjald: Við komu til hafnar skulu öll skip sem falla undir 11. grein laga nr. 33 frá 2004 greiða förgunargjald óháð því hvort þau skila úrgangi í land. Förgunargjaldið skal standa undir förgun á úrgangi sem skilað er í land. Farþegaskip yfir 60 metrar á lengd skulu greiða 1,92 kr. á brt. Gjaldið miðast við eftirfarandi sorpmagn:
Farþegarskip undir 30.000 brt. 5 m3
Farþegaskip frá 30.000 brt. til 100 þús brt. 10 m3
Önnur skip skulu greiða 2,4 kr. á brt. Gjaldið skal miðast við 5 m3 af sorpi.
Skip og bátar sem eru undir 60 megrar á lengd og hafa varanlega viðveru í höfnum Hafnarfjarðarhafnar skulu háðir sérstöku samkomulagi sem ma. taki á lögum og reglum um skiil á sorpi. Lágmarksgjald samkvæmt þessum lið er kr. 65.892,-
F: Förgunargjald: Leiti skip til viðurkennds aðila um móttöku á úrgangi getur það fengið álagt förgunargjald samkvæmt e-lið endurgreitt, enda skili það áður kvittun móttökuaðila ásamt réttum upplýsingum um losað magn. Skilyrði endurgreiðslu kostnaðar er að kvittun móttökuaðila hafi borist Hafnarfjarðarhöfn innan tveggja sólarhringa frá brottför skips.
G: Samkvæmt 11. grein reglugerðar nr. 1200 frá 2014 getur Umhverfisstofun veitt skipum í áætlunarsiglingum, sem hafa reglulega viðkomu í höfnum og sýna fram á trygga afhendingu úrgangs og greiðslu gjalda í hverri höfn á siglingaleiðinni, undanþágu frá afhendingu úrgangs. Skipstjóri eða eigandi skips sem fengið hefur undanþágu frá Umhverfisstofnun um afhendingu úrgangs eða skilum á tilkynningum skal framvísa gildri staðfestingu þess efnis.
H: Skip sem undanþegin eru gjaldskyldu skv. 1. tl. 2. mgr. 17. gr. og 11. gr. C-lið laga nr. 33 frá 2004, skulu greiða fyrir móttöku hafnar og förgun á almennu sorpi. Lágmarksgjald Hafnarfjarðarhafnar fyrir móttöku á úrgangi er kr. 14.759,- á hvern m3 og lágmarksgjald 1 rúmmeter. Annist höfnin móttöku á spilliefnum eða sérstökum úrgangi sem hefur í för með sér kostnað umfram förgun á almennu sorpi, greiðir viðkomandi aðili þann kostnað sem til fellur.
Kalt vatn:
Selt vatn kr. 833,- pr. tonn. Lágmarksgjald miðast við 5 tonn kr. 3.653,-
Yfirvinna og útköll greiðast sérstaklega.
Rafmagn:
Greiða skal kr. 24 - pr kwst. rafmagns.
Tengigjald rafmagns kr. 6.045,-. á dagvinnutíma og kr. 9.342,- utan dagvinnutíma.
Útköll reiknast minnst 4 klst.
Háspennutenging:
Greiða skal kr. 55 pr. kwst. rafmagns úr háspennuskerfi. Tengigjald rafmagns í gegnum háspennubúnað er kr. 120.000 fyrir hverja landtengingu.
Lóðagjöld fyrir einstakar lóðir eru ákveðin af hafnarstjórn á hverjum tíma.
Lóðaleiga er 1,35 % af fasteignamati lóða innan Suðurgarðs.- og eldri höfn í Straumsvík.
Lóðarleiga er 2,25% af fasteignamati lóða utan Suðurgarðs og ný höfn í Straumsvík.
Lóðarleiga fyrir frágengin svæði með bundnu slitlagi kr. 165,- pr. m2 á mánuði.
Lóðaleiga fyrir frágengin svæði án bundins slitlags kr. 125,- pr m2 á mánuði.
Heimilt er að semja um frávik frá framangreindri lóðaleigu fyrir farmstöðvar stærri en 4 hektara. Geymslugjald fyrir vörur sem eru á hafnarbakka lengur en 3 sólarhringa fyrir lestun eða eftir losun er kr. 180,- pr. fm. fyrir hvern byrjaðan sólarhring.
Geymslugjald fyrir gáma á hafnarbakka:
20. feta gámur pr. sólarhring kr. 475,-
40 feta gámur pr. sólarhring kr. 950,-
Öll gjöld skal greiða samkvæmt tilvísunum frá hafnarskrifstofunni. Dráttarvextir eru lagðir á vanskil fram yfir gjalddaga og skuld send til innheimtu ef dráttur á greiðslu verður óhóflegur.
Skipstjóri og eigandi skips bera ábyrgð á greiðslu gjalda þeirra sem greiða ber til Hafnarfjarðarhafnar vegna skipsins. Er skipstjóra skylt við komu til hafnar að gefa hafnarstjóra upplýsingar um skipið í samræmi við ákvæði 5. mgr. 33. gr. reglugerðar nr.326/2004 um hafnamál og afhenda hafnarstjóra þjóðernis- og skrásetningarskírteini skipsins, ef hafnarstjóri krefst þess vegna ófullnægjandi upplýsinga frá skipstjóra og hefur hafnarsjóður haldsrétt yfir skírteinum uns gjöld eru greidd. Töf og tjón sem af þessu hlýst er einvörðungu á ábyrgð og kostnað greiðanda áfallinna gjalda.
Áfallin gjöld skal greiða áður en skip fer burt úr höfninni og enginn skipstjóri getur vænst þess að fá afgreiðslu fyrir skip sitt hjá sýslumanni eða tollstjóra, nema að hann sanni með vottorði frá hafnarstjóra að hann hafi greitt öll gjöld sín til hafnarinnar.
Vörugjald greiðist af öllum vörum sem eru affermdar, afhentar eða fluttar, eða á annan hátt sjóleiðis eða landleiðina, inn fyrir mörk hafnarinnar. Vörugjaldið reiknast skipi til skuldar áður sem skip hefur siglingu, nema annað sé sérstaklega um samið. Vörugjald er á ábyrgð farmflytjanda og er afhending vöru án greiðslu vörugjalds á hans ábyrgð.
Ef vörur eru fluttar úr einu skipi í annað greiðir sá vörugjaldið sem affermir.
Vörugjald af vörum sem koma til hafnarinnar fellur í gjalddaga þegar skipið sem vörurnar flytur er komið í höfnina og vörugjald af vörum sem fluttar eru úr höfninni fellur í gjalddaga þegar vörurnar eru komnar í skip. Skipstjóra og afgreiðslumanni skips er óheimilt að afhenda vörurnar fyrr en gjaldið er greitt.
Öll gjöld samkvæmt gjaldskrá þessari má ávallt tryggja með aðför að undangengnum dómi.
Skipagjöld eru tryggð með lögveði í viðkomandi skipi eða vátryggingarfé. Gengur það veð í tvö ár fyrir samningsveðkröfum sbr. ákvæði 2. mgr. 21. gr. Hafnalaga nr. 61/2003. Hafnarfjarðarhöfn er heimilt að krefjast frekari trygginga fyrir greiðslu áfallinna gjalda ef ástæða þykir til.
Allar upphæðir í gjaldskrá þessari eru án virðisaukaskatts.
Hafnarfjarðarhöfn innheimtir virðisaukaskatt af öllum gjöldum þessarar gjaldskrár, samanber 3. tl. 3. gr. laga nr. 50/1988 um virðisaukaskatt.
Gildistaka Gjaldskráin gildir frá 1. janúar 2024
Gjaldskráin var staðfest á fundi bæjarstjórnar Hafnarfjarðar 4. desember 2023
Lúðvík Geirsson, hafnarstjóri