Umhverfismál

Hafnarfjarðarhöfn leggur metnað sinn í að sinna mengunarvörnum eins og kostur er hverju sinni. 

Hafnir landsins starfa eftir ýmsum lögum og reglugerðum, þar á meðal lögum og reglugerðum um umhverfismál og varnir gegn mengun.

Hægt er að að skoða lög og reglugerðir um umhverfismál á vef Umhverfisstofnunar www.ust.is

Á hafnir eru lagðar ýmsar kvaðir um eftirlit með mengunarvörnum og eru þær að finna í framangreindum reglugerðum.

Ber viðskiptavinum hafnarinnar og notendum hafnarsvæða að fara í einu og öllu eftir fyrirmælum hafnarstjóra og starfsmanna hafnarinnar, t.d. er óheimilt að sandblása og sprautumála skip við hafnarbakka án samráðs við hafnarstjóra. 

Mengandi efni er óheimilt að setja á hafnarsvæðið án sama samráðs.

Olíumenguðum úrgangi skal skilað og fargað á viðurkenndan hátt og svo má áfram telja.

Hafnarstjóri skal grípa til nauðsynlegra ráðstafana til að verjast mengun og gerir það á ábyrgð og kostnað mengunarvalds.

Aðalatriðið er að allir hagsmunaaðilar hafnarinnar standi saman um að fyrirbyggja mengun við og á hafnarsvæðinu.

Umhverfisstefna Hafnarfjarðarhafnar

Hafnarstjórn hefur samþykkt sérstaka umhverfisstefnu ásamt aðgerðaráætlun þar  sem tekið er á öllum lykilþáttum er lúta að umhverfi og umhirðu á hafnarsvæðinu.

Umhverfisstefna Hafnarfjarðarhafnar

Umhverfisuppgjör / Kolefnisjöfnun

Hér er hægt að nálgast upplýsingar um kolefnisjöfnun Hafnarfjarðarhafnar

Hafnarfjörður sjálfbærniuppgjör 2022

Umhverfisuppgjör 2021

Umhverfisuppgjör 2020