Til minningar um Ara og Huldu

Afkomendur Ara og Huldu fjölmenntu við afhendingu bekkjarins.
Afkomendur Ara og Huldu fjölmenntu við afhendingu bekkjarins.

Börn og afkomendur Ara Magnúsar Kristjánssonar skipstjóra og Huldu Júlíönu Sigurðardóttur kaupmanns, færðu Hafnarfjarðarhöfn á dögunum setbekk að gjöf  til minningar um þau hjónin. 

 

Bekknum hefur verið komið fyrir við hafnarkantinn ofan við Fornubúðir skammt frá Víkingnum þar sem er gott útsýni yfir Flensborgarhöfn og Óseyrarbryggju.  

 

Ari var stýrimaður á farmskipum um árabil og síðar stýrimaður og skipstjóri á ýmsum fiskibátum héðan frá Hafnarfirði.  Saman ráku þau hjónin verslunina Músík og Sport um langt skeið og eftir að Ari kom í land gerði hann út trillu og setti hann jafnan sterkan svip á mannlífið á höfninni.  Hann var fæddur árið 1922  og í ár eru því 100 ár frá fæðingu hans. Hulda tók einnig virkan þátt í útgerð Ara og var tíður gestur á hafnarsvæðinu sem var þeim hjónum mjög kærkomið.

 

Kristín Thoroddsen formaður hafnarstjórnar tók við gjöfinni fyrir hönd Hafnarfjarðarhafnar og þakkaði fyrir góða gjöf og hlýjan hug til hafnarinnar.