Þórunn komin heim

Þórunn Þórðardóttir HF-300 nýtt rannsóknarskip Hafrannsóknarstofnunar kom til heimahafnar í Hafnarfirði í morgunsárið þann 8. Mars  eftir langa og stranga siglingu frá smíðastað á Spáni.

Skipið hreppti hið versta veður á úthafinu og þurfti að leita vars við Færeyjar um tíma.  Það reyndi því bæði á skip og áhöfn í þessari heimsiglingu.

Hafnarfjarðarhöfn óskar starfsfólki Hafró og skipahöfn til hamingju með Þórunni og þennan merka áfanga í starfsemi stofnunarinnar og fagnar um leið nýju glæsilegu skipi í höfninni okkar.