Á Hvaleyrarbakka má líta þennan myndarlega stafla af innlendum skógarvið sem bíður þess að vera lestað í skip. Siglt verður með timbrið til Eskifjarðar þar sem það verður sagað niður borðvið. Þetta timbur er afrakstur skógarhöggsins sem staðið hefur yfir í Öskjuhlíð undanfarnar vikur til að tryggja aðflug að austur-vesturbraut Reykjavíkurflugvallar.
Þetta er að öllum líkindum í fyrsta sinn í sögunni sem timbri hefur skipað út frá Hafnarfirði. Því þótti við hæfi að Valdimar Víðisson bæjarstjóri stilllti sér upp við timburhlaðann.
Aldrei er að vita nema framhald verði á lestun á skógar-afurðum frá Hafnarfjarðarhöfn, eins kröftugur og skógarviður er hér víða í nágrenninu. Heimamenn hafa margir séð í þessu möguleika á nýjum atvinnuveg og að kjörið tækifæri sé að fara í næstu grisjun hér í næsta nágrenni í hlíðum Hamarskotshamars.