Mikil þorskgengd hefur verið í Firðinum síðustu vikur og strandveiðbátar ekki þurft að fara langt til að sækja sinn afla. Þorskurinn hefur verið að elta síli alveg inn að hafnarbökkum og dugmiklir veiðimenn, að stærstum hluta Pólverjar hafa verið að gera góða veiði á hafnarbökkunum beggja megin fjarðarins. þessi mynd var tekin við Hvaleyrarbakka í vikunni þegar verið var að landa þorski af stærri gerðinni á einfalda veiðistöng.
Dorgveiðikeppni Vinnuskólans verður í næsta mánuði að venju í Flensborgarhöfn og aldrei að vita nema einhver setji í þann stóra þá.