Hafnarfjarðarhöfn hefur tekið upp nýja aðgangstýringu að öryggishliðum inná siglingaverndarsvæði hafnarinnar við Suðurbakka og Hvaleyrarbakka. Nýja kerfið er mjög öruggt og notandavænt.
Eldri aðgangstýribúnaður sem settur var upp árið 2004 er orðinn úreltur og nýtt kerfi hefur verið sett upp. Þar sem að G2 og G3 símkerfi verða lögð niður á næstunni eru notendur farsíma komnir með eða þurfa að koma sér upp snjallsíma.
Aðgangskortin sem gilt hafa inn á hafnarsvæðið verða nú eingögnu notuð áfram í Flensborgarhöfn þar sem flotbryggjurnar eru. Þeir sem enn hafa kort fyrir Suðurbakka og Hvaleyrarbakka, þurfa að skila þeim og fá aðgang að nýja kerfinu ef þeir eru þá ekki nú þegar komnir með aðgang.
Hliðin eru höfð opin á daginn ef þurfa þykir en lokuð þá daga sem erlend farmskip eru í landi vegna skipa- og farmverndar sem kveðið er á um samkvæmt lögum.
Nánari upplýsingar um öryggiskerfið - aðgang að hafnarsvæði og siglingavernd er að finna á þessari heimasíðu undir - Upplýsingar/öryggismál.