Mikil umferð hefur verið um Hafnarfjarðarhöfn nú um hátíðarnar og á fyrstu dögum nýs árs. Á öðrum degi nýárs lönduðu tveir grænlenskir togarar, Sisimiut og Tuugaalik á Hvaleyrarbakka, en þar eru fyrir togararnir Cuxhaven og Reval Viking. Einnig voru í höfn um áramótin, rannsóknarskipin Árni Friðriksson og Bjarni Sæmundsson, auk togarans Baldvins Njálssonar og fiskskipanna Jökuls, Indriða Kristins, Sóleyjar Sigurjóns og Þórsnessins.
Í Straumsvík eru bæði Austubakki og Álbakki þéttsetnir þar sem eru fyrir súrálsskipið Tbc Prime og flutningaskipið Francisca. Von er á olíuskipinu Bittflower með asfalt fyrir Colas á morgun 3. Janúar og einnig mun olíuskipið Fure Valo losa við olíukerið síðar í vikunni. Þá munu einnig tvö erlend togskip tiil viðbótar landa landa hér fyrir vikulokin. Það er því óhætt að segja að nýtt starfsár í Hafnarfjarðarhöfn fari af stað með miklum krafti.