Hafnarfjarðarhöfn sendir samstarfsaðilum og viðskiptavinum sínum bestu jóla- og nýárskveðjur og þakkar fyrir góð samskipti og samstarf á árinu sem er að líða.
Árið 2019 hefur verið mikið framkvæmdaár í suðurhöfninni og nú sér fyrir endann á uppbyggingu við Háabakka en rannsóknarskip Hafrannsóknarstofnunar munu leggjast þar að bryggju í byrjun komandi árs. Lokaáfangi við smíði trébryggju í suðurenda Háabakka verður boðinn út á nýju ári og er stefnt að því að framkvæmdum á svæðinu verði að fullu lokið í sumarbyrjun 2020.