Heildartekjur Hafnarfjarðarhafnar á sl. ári námu liðlega 931 milljónum króna og jukust um nær 60 milljónir milli ára. Rekstrarhagnaður var um 304 milljónir.
Aukning hefur verið í löndun á bæði ferskum og frystum fiski, auk þess sem vöruflutningar hafa farið vaxandi bæði í Hafnarfjarðarhöfn og Straumsvík. Þá hefur einnig verið mikil umferð skipa til viðgerða og viðhalds á hafnarsvæðinu.
Af rekstrartekjum voru almenn hafnargjöld uppá nær 616 milljónir og þjónustugjöld 192 milljónir. Lóðaleigutekjur voru um 100 milljónir. Rekstrargjöld voru um 553 milljónir, þar af laun og launatengd gjöld um 293 milljónir.
Veltufé frá rekstri nam liðlega 450 milljónum og handbært fé í árslok var um 939 milljónir. Lantímaskuldir voru um 268 milljónir þar af lífeyrisskuldbinding uppá 217 milljónir. Eigið fé hafnarsjóðs nam um 4,2 milljörðum um sl. áramót og hafði aukist milli ára um nær 250 milljónir milli ára.
Fjárfestingar á árinu 2023 voru uppá nær 180 milljónir, að stærstum hluta vegna uppbyggingar á hafnarsvæði fyrir nýtt geymslu og þjónustusvæði milli hafnarbakka og undirbúnings fyrir ný hafnarsvæði í Hamarshöfn og Straumsvík.