Ársreikningur Hafnafjarðarhafnar fyrir árið 2019 var samþykktur í hafnarstjórn þann 19. maí sl. Heildartekjur hafnarinnar á árinu voru ríflega 711 milljónir og rekstrarhagnaður uppá tæpar 282 milljónir.
Af tekjum hafnarinnar voru um 474 milljónir almenn hafnargjöld og seld þjónusta rúmar 140 milljónir. Lóðalega var ræpar 80 milljónir og ýmsar tekjur um 17 milljónir. Rekstragjöld voru um 338 milljónir þar af laun og launatengd gjöld liðlega 172 milljónir.
Fjárfestingar á árinu 2019 voru uppá nær 260 milljónir. Langtímaskuldir hafnarinnar eru um 200 milljónir kr. og lífeyrisskulding tæpar 200 milljónir. Eigið fé Hafnarfjarðarhafnar í árslok 2019 var tæpir 3 milljarðar króna og hafði aukist milli ára um nær 300 milljónir kr.