Ársreikningur Hafnarfjarðarhafnar fyrir árið 2020 var lagður fram í hafnarstjórn þann 21. apríl sl. Heildartekjur hafnarinnar á árinu voru ríflega 683 milljónir og rekstrarhagnaður uppá rúmar 144 milljónir.
Þrátt fyrir nánast engar komur farþegaskipa á þessu sérstaka Covit-ári og samdrátt í rekstri hjá álverinu í Straumsvík, drógust tekjur hafnarinnar aðeins saman um 3% miðað við áætlun.
Af tekjum hafnarinnar voru um 435 milljónir almenn hafnargjöld og seld þjónusta rúmar 121 milljónir. Lóðaleiga var rúmar 84 milljónir og ýmsar tekjur um 44 milljónir. Rekstragjöld voru um 439 milljónir þar af laun og launatengd gjöld liðlega 216 milljónir.
Fjárfestingar á árinu 2019 voru uppá liðlega 200 milljónir. Langtímaskuldir hafnarinnar eru um 198 milljónir kr. og lífeyrisskuldbinding liðlega 205 milljónir. Eigið fé Hafnarfjarðarhafnar í árslok 2020 var tæpir 3,1 milljarðar króna og hafði aukist milli ára um nær 150 milljónir kr.