Glæsilegt skipulag fyrir Flensborgarhöfn

Bæjarstjórn hefur samþykkt tillögu hafnarstjórnar og skipulags- og byggingarráðs bæjarins að setja í auglýsingu og kynningu á deiliskulagsbreytingu fyrir Flensborgarhöfn.   Þetta er stór áfangi í viðamikilli vinnu sem staðið hefur um árabil.

Endursköpun og uppbygging á svæðinu við Flensborgarhöfn og gamla slippsvæðinu hefur verið til umfjöllunar í hafnarstjórn og bæjarkerfinu í yfir áratug.  Haldnir hafa verið fjölmargir fundir með íbúum til að leita eftir áliti og sjónarmiðum og haldin var opin  samkeppni um svæðið árið 2018.  

Tvær tillögur frá sænski og hollenski teiknistofu fengu þá 1. verðlaun og þeirra hugmyndir voru yfirfærðar í nýtt rammaskipulag fyrir svæðið.  Í framhaldi af þeirri vinnu hefur verið farið í ítarlega yfirferð á svæðinu við útfærslu á deiliskipulagi sem arktitektastofunar Batteríið og hollensk- íslenska stofan JVST hafa unnið í góðri samvinnu við hafnarstjórn og skipulagsyfirvöld.

Niðurstaðan er glæsileg tillaga um uppbyggingu smábátahafar, þjónustu, menningar- og verslunar í bland við íbúðahúsnæði í lágstemmdri byggð við hafnarsvæðið.  Þá er einnig útfærð tillaga að nýrri smátbátahöfn, Hamarshöfn sem mun liggja undir Vesturhamri, inn að íþróttahúsinu við Strandgötu.  

Tillögurnar eru til kynningar og umsagnar næstu vikur en nálgast má teikningar og önnur skipulagsgögn á skipulagsgátt og á eftirfarandi slóð  https://ibuagatt.hafnarfjordur.is/.../displaydocument...