Endurbætur á Óseyrarbryggju

Framkvæmdir standa nú yfir við endurbætur á Óseyrarbryggju og stefnt að því að þeim verði lokið nú í sumar.   Um er að ræða hækkun á öllum norðurkanti bryggjunnar um ríflega 30 cm, endurnýjun lagna fyrir rafmagn og vatn og nýlagnir fyrir nettengingar og heitt vatn.

Á sl. ári var unnið við viðgerðir á stálþilinu norðan megin á Óseyrarbryggju, en bryggjan er orðin liðlega 50 ára gömul.  Í sumar er það hækkun á bryggjukanti og endurnýjaðar lagnir og endurnýjað yfirborð bryggjunnar.

Norðurkanturinn á Óseyrarbryggju verður viðlegustaður fyrir nýja hafrannsóknarskipið  Þórunni Þórsdóttur sem er væntanlegt til heimahafnar í Hafnarfirði á komandi hausti.