Togarinn Eldborg sem legið hefur við festar á þverkerinu í Hafnarfjarðarhöfn allt frá árinu 2013, var dreginn úr í höfn í gærkvöld en áfangastaður er í Ghent í Belgíu þar sem þetta sögufræga skip fer í niðurrif.
Það var dráttarbáturinn Grettir sterki sem tók Eldborgina í tog , en togarinn var í eigu útgerðarfélagsins Reyktal, sem gerði skipið út til rækjuveiða á Flæmska hattinum og víðar frá 2004 til 2013.
Eldborgin hét upphaflega Baldur og var smíðaður í Pólland árið 1974, eða fyrir nær hálfri öld. Ári eftir að skipið kom til landsins var því breytt í varðskip og gengdi það stóru hlutverki í þorskastríðinu á árunum 1975-76 þegar landhelgin var færð út í 200 mílur. Eftir þorskastríðið var skipið um nokkurt skeið gert út af Hafrannsóknarstofnun og bar þá nafnið Hafþór.
Síðasta hlutverk Eldborgar í Hafnarfjarðarhöfn var að nýtast sem sviðsmynd fyrir upptökur á þriðju sjónvarpsseríu Ófærðar sem landsmenn fá að sjá á komandi vetri.