Hafnarfjarðarhöfn býður Hafnfirðingum og öðrum áhugasömum til bíósýningar í Bæjarbíó á sunnudaginn kemur þann 23. febrúar kl. 13.00 og aftur kl. 15.00 Sýnd verður rúmlega klukkustundarlöng kvikmynd Halldórs Árna Sveinssonar sem eru fjölbreytt myndskeið frá fjölbreyttri starfsemi á höfninni og hátíðarhöldum Sjómannadagins í Hafnarfirði á liðinum áratugum.
Jafnframt verður umfjöllun og kynning á nýju rammaskipulagi fyrir Flensborgarhöfn og Óseyrarsvæði sem hafnaryfirvöld og bæjarstjórn hefur nýlega samþykkt. Undirbúningsvinna að því skipulagi hefur staðið yfir um nokkurrar ára skeið í góðri samvinnu við bæjarbúa og hagsmunaðila á hafnarsvæðinu.
Að lokinni fyrri sýningunni um kl. 14.00 verður boðið uppá kaffi og kleinur í anddyri bíósins þar sem hægt verður að kynna sér nánar tillögur og útfærslur í nýja rammaskipulaginu.
Aðgangur er ókeypis að þessum sýningum og allir velkomnir.