Fiskmarkaðshúsið fallið

Fiskmarkaðshúsið við Fornubúðir hefur nú verið jafnað við jörðu og er sannarlega sjónarsviptir af þessari merkilegu byggingu sem var fyrsta húsið á Íslandi sem var sérstaklega hannað og byggt fyrir gólfmarkað og þar tók jafnframt til starfa fyrsti fiskmarkaður á Íslandi árið 1987.

Góð veiði á "bakkanum"

Fjöldi veiðimanna hefur nýtt sér blíðuna undanfarna daga til að dorga við Norðurbakkann og á Norðurgarðinum og margir gert góða veiði.

Framkvæmdir við Norðurbakka

Byrjað er að setja undirefni við gamla stálþilið við Norðurbakka, en í samræmi við nýsamþykkt skipulag fyrir Norðurbakkasvæðið, verður sett grjótvörn framan við bakkann og síðan gengið frá yfirborði með göngustígum, lýsingu og gróðri síðar í sumar.

Heildarvöruflutningar um milljón tonn árið 2020

Heildarvöruflutningar um hafnarsvæði Hafnarfjarðar á árinu 2020 voru um 960.000 tonn, eða litlu minni en á árinu 2019.

Jóla- og nýárskveðjur frá höfninni

Hafnarfjarðarhöfn sendir samstarfsaðilum og viðskiptavinum sínum bestu jóla- og nýárskveðjur og þakkar fyrir góð samskipti og samvinnu á árinu sem er að líða.

Þéttskipað í Flensborgarhöfn

Mikil ásókn hefur verið í viðlegupláss við flotbryggjurnar í Flensborgarhöfn og hafa öll pláss verið meira og minna fullbókuð það sem af er þessu ári.

Dekkið lagt á nýrri trébryggju

Vinna stendur nú yfir af fullum krafti við lokafrágang á smíði trébryggju milli hins nýja Háabakka og Óseyrarbryggju.

Eldborgin í sína síðustu siglingu

Togarinn Eldborg sem legið hefur við festar á þverkerinu í Hafnarfjarðarhöfn allt frá árinu 2013, var dreginn úr í höfn í gærkvöld en áfangastaður er í Ghent í Belgíu þar sem þetta sögufræga skip fer í niðurrif.

Fyrsta og eina farþegaskip sumarsins!

Franska farþegaskipið Le Bellot kom til Hafnarfjarðar í morgun á frídegi verslunarmanna

Góð afkoma hjá hafnarsjóði

Ársreikningur Hafnafjarðarhafnar fyrir árið 2019 var samþykktur í hafnarstjórn þann 19. maí sl. Heildartekjur hafnarinnar á árinu voru ríflega 711 milljónir og rekstrarhagnaður uppá tæpar 282 milljónir.