Hafnaraðstaða

Flensborgarhöfn

Tvær langar flotbryggjur með fingrum með viðlegu fyrir um 90 báta.  Bryggjurnar eru lokaðar og vaktaðar með öryggismyndavélum.  Sjálfvirk rafmagnsþjónustu Etaktica sem stýrt er með farsímum.  Samningar um leigu á viðlegu eru gerðir á hafnarskrifstofunni.   

 

Skútbryggjan:

Viðlegubryggja fyrir skútur – umsjón með þjónustu hefur Siglingaklúbburinn Þytur.  Opið fyrir afnotum fyrir allar skútur.  Bryggjan tvöfölduð að stærð sumarið 2019.  Rými fyrir 20-25 skútur.  Samningur um leigu á viðlegu eru gerðir á hafnarskrifstofunni.

Óseyrarbryggja

130 metra löng og 25 m. breið stálþilsbryggja með viðlegu bæði í norður og suður.  Minnsta dýpi við löndunarkrana að innst að sunnanverðu um 2.5 metrar  en mest dýpi 6.5 m.   Bryggjan var byggð á árunum 1975-78.

Háibakki

130 metra langur stálþilsbakki framan við Fornubúðir og höfuðstöðvar Hafrannsóknarstofnunar.  Bakkinn var byggður árið 2019 og viðlegustaður fyrir rannskóknarskip Hafró.  Dýpi við bakkan er 8 metrar.

Suðurbakki

430 metra langur stálþilsbakki sem nær frá Háabakka að austan vestur að Þverkeri og olíubryggju.  Bakkinn var byggður í fjórum áföngum á árunum 1980 til 1992.  Dýip við bakkann er 8 metrar.  Suðurbakki er innan verndarsvæðis Hafnarfjarðarhafnar.

Skipalyfta

Við vesturenda Suðurbakka er opin 8 metra breið stálþilskví fyrir upptöku á minni og stærri bátum.  Aðstaðan var byggð á árunum 2018 til 2019.  Fyrirtækið Trefjar rekstur skipalyftu með allt að 75 tonna lyftigetu sem nýtir þessa aðstöðu.

Olíuker og Þverker

Við endann á Suðurgarðinum sem byggður var á árunum 1949-1953 er svonefnt Olíuker, löndurstaður fyrir olíuvörur og asfalt.  Lengd viðlegubakka er rúmri 60 m. en dýpi við bakkann er um 9 metrar.  Innar á Suðurgarði er Þverkerið, 70 metra viðlegukantur með 6.5  dýpi að utanverðu og um 6 m. að innanverðu.

Hvaleyrarbakki

Á nýrri landfyllingu utan Suðurgarðs er Hvaleyrarbakki samtals 400 metra stálþilsbakki sem byggður var á 1998 til 2005.  Dýpi á helming bakkans er um 8 metrar og 10 metrar á hinum hlutanum að vestanverðu.  Aðaluppskipunarhöfn fyrir stærri flutningaskip og togara.

Hvaleyrargarður

Nýr 600 metra langur brimvarnargarður sem var byggður um aldamótin 2000.  Garðurinn ver nýja hafnarsvæðið fyrir úthafsöldu og skapar einnig aukið skjól í eldri höfninni. Innanvert við brimgarðinn eru staðsettar tvær flotkvíar sem fyrirtækið VOOV hefur rekið frá því fyrir síðustu aldamót.

 

Súrálsbakkinn

Eldri hafnarbakkinn í Straumsvík var  byggður á árunum 1966-1969.  Þetta er 230 metra langur bakki með upphaflega 10 m. dýpi en var síðan dýpkað í 12 metra.  Þessi bakki er nú einkum notaður fyrir losun á súráli til álverksmiðjunnar í Straumsvík.

Austurbakki

Stálþilsbakki sem var byggður á árunum 1996-1998.  Bakkinn er 100 metra langur og dýpið er 10 metrar.  Þessi bakki er fyrrst og fremst notaður fyrir losun og lestun á vörum fyrir álverið en einnig eru nokkrir aðrir vöruflutningar um svæðið, bæði lausavara og gámaflutningar.