Sagan

Hafnarfjarðarhöfn er samkvæmt heimildum ein elsta höfn landsins. Hafnarfjarðar er meðal annars getið í landnámu sem góðrar hafnar og skipalægis frá náttúrunnar hendi.

Í Landnámu segir frá því er Hrafna Flóki kom til Hafnarfjarðar þar sem hann fann félaga sinn Herjólf, sem hafði orðið viðskila við hann í mynni Faxaflóa. Fann Flóki rekinn Hval við eyri og nefndi Hvaleyri. Hefur Hrafna-Flóka verið reystur minnisvarði hæst uppi á Hvaleyri, með góðri aðkomu fyrir ferðamenn.

Hafnarsjóður Hafnarfjarðar var stofnaður formlega 1. janúar 1909 sjö mánuðum eftir stofnun Hafnarfjarðarbæjar, sem sjálfstæðs bæjarfélags.

Strax var mikill hugur í Hafnfirðingum í uppbyggingu hafnarinnar og var hafskipabryggja tekin í notkun árið 1913 og má geta þess að Gullfoss, flaggskip HF Eimskipafélags Íslands, lagðist í fyrsta sinn við bryggju á Íslandi, þegar hann lagðist við hafskipabryggjuna í Hafnarfirði árið 1915.