Fréttir

Sífellt fleiri skemmtiferðaskip

31. júlí 2017

Umtalsverið aukning hefur verið í komu skemmtiferðaskipa til Hafnarfjarðar á allra síðustu árum.  Þetta sumarið verða skipakomur yfir 20 talsins en voru innan við 10 fyrir aðeins 2 árum.  Þegar búið að bóka á þriðja tug skemmtiferðaskipakomur næsta sumar og væntanlega verða enn fleiri á árinu 2019.   Í dag 31. júlí liggja tvö skip við Suðurbakka, Amadeus með nær 600 farþega og Le Boreal með á þriðja hundrað farþega.