Fréttir

Aukin umferð um höfnina

05. apríl 2017

Góð aukning bæði flutninga- og fiskiskipa hefur verið um Hafnarfjarðarhöfn á síðustu mánuðum.   Ísfisktogarar hafa landað í tölverðu mæli hér í Firðinum en góð veiði hefur verið vestur af landinu.   Þá hefur verið töluverð umferð farmskipa, bæði með olíu, asfalt, salt og aðrar lausavörur.  Einnig hefur verið nokkur útflutningur af frosnum fiskafurðum úr nýju frystigeymslu Eimskips.